Breytingar á líffræðilegri fjölbreytni norðurheimskautsins eru bæði til hvatningar og gefa tækifæri fyrir frumbyggja þess.

Hnignun í líffræðilegri fjölbreytni norðurheimskauts getur haft áhrif á framboð hefðbundinna matvæla. Hún getur, ásamt minnkandi aðgangi að ferskvatni og breytilegum vetrarís gert frumbyggjum erfitt fyrir að viðhalda hefðbundnum lifnaðarháttum. Á hinn bóginn geta suðrænar tegundir, tilfærsla á kjörlendum, breytingar á nýtingu auðlinda auk annarra þátta gefið tækifæri til veiða á nýjum tegundum.