HELSTU NIÐURSTÖÐUR
Attachments:
FileFile size
Access this URL (http://arcticbiodiversity.is/abt2010/images/stories/report/pdf/Key_Findings.pdf)Key_Findings.pdf66 Kb

Árið 2008 samþykkti Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna ályktun sem lét í ljós „þungar áhyggjur“ af áhrifum loftslagsbreytinga á frumbyggja norðurheimskautsins, önnur samfélög og líffræðilega fjölbreytni. Lögð var áhersla á að breytingar á norðurheimskautinu gætu orðið umtalsverðar. Skýrslan Þróun í líffræðilegri fjölbreytni norðurheimskautsins – 2010: Valdir breytingavísar gefur vísbendingar um að þegar sé farið að gæta sumra þessara fyrirsjáanlegu áhrifa á líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins. Ennfremur er þess getið að þrátt fyrir að loftslagsbreytingar sé útbreiddur álagsþáttur hafa aðrir þættir, eins og mengun sem berst langa leið, ósjálfbær veiði á villtum dýrategundum og auðlindaþróun, einnig áhrif á líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins. Þessar niðurstöður endurspegla upplýsingar sem fengnar eru með þeim 22 vísum sem kynntir eru í þessari skýrslu. Ítarlegra vísindalegt mat á líffræðilegri fjölbreytni á norðurheimskautinu mun koma fram í heildarmati á líffræðilegri fjölbreytni, en vinna við það stendur nú yfir.