Key Findings 2

Þrátt fyrir að flestar tegundir á norðurheimskautinu sem skoðaðar voru í þessari skýrslu sé nú stöðugar eða í aukningu eru stofnar sumra tegunda sem eru mikilvægar íbúum norðurheimskautsins eða heiminum öllum að dragast saman.

Hreindýr eru mjög mikilvæg fyrir afkomu frumbyggja norðurheimskautsins. Síðan á tíunda áratug síðustu aldar og fyrstu ár þessarar hafa hjarðir hins vegar dregist saman um u.þ.b. þriðjung, úr 5,6 milljónum dýra í 3,8 milljónir. Þó að þetta geti verið vegna náttúrulegrar hringrásar er óvíst um getu þessara stofna til að ná sér aftur á strik þegar hafðir eru í huga hinir fjölmörgu álagsvaldar sem hafa áhrif á þá, eins og loftslagsbreytingar og aukin umsvif manna.

Þrátt fyrir að við höfum orðið margs vísari vantar enn upplýsingar um margar tegundir og tengsl þeirra við kjörlendi sitt. Jafnvel hvað varðar vel þekkt dýr eins og hvítabirni er framvinda stofna þeirra aðeins þekkt fyrir 12 af 19 undirtegundum og eru átta af þeim á undanhaldi.

Vaðfuglar á norðurheimskautssvæðinu, eins og rauðbrystingur, flytjast búferlum langar vegalengdir til að verpa og koma upp ungum á norðurheimskautinu. Vísbendingar eru um að stofnar vaðfugla séu að dragast saman á heimsvísu. Af sex undirtegundum rauðbrystings fækkar þremur og grunsemdir eru um að hinar þrjár séu einnig að dragast saman eða þá að staða þeirra er óþekkt.

Stuðull fyrir framvindu tegunda á norðurheimskautinus (The Arctic Species Trend Index, ASTI), sem gefur mynd af stofnbreytingum hryggdýra síðustu 34 ár, sýnir hóflega 10% heildarsamdrátt – í stofnstærð landhryggdýra. Fækkunin endurspeglar að hluta til minnkandi fjölda sumra jurtaæta, eins og hreindýra og læmingja, á allra nyrstu slóðum. Sunnar á norðurheimskautinu hafa stofnar hryggdýra vaxið sem helgast einkum af mikilli aukningu í stofnstærð sumra gæsategunda, sem hafa nú þegar hafa farið fram úr því sem i umhverfið þolir til að brauðfæða þær.

Stofnar af sumum algengum sjófuglum , eins og æðarfugla, eru almennt í góðu ástandi . Sumir sjófuglastofnar á norðurheimskautssvæðinu, eins og svartfuglar, geta sýnt mismunandi framvindu. Fjöldi þeirra sveiflast í samræmi við loftslagskerfi norðurhvels jarðar, en aðrir eru enn ofnýttir .

Stofnstærðir bleikju á norðurheimskautinu virðast vera í lagi miðað við það sem þekkist á suðlægari slóðum. Vísbendingar eru um tilfærslu í dreifingu sumra sjávarfiska til norðurs, bæði nytjaðir og ónýttir stofnar. Tilfærslan virðist vera afleiðing loftslagsbreytinga, ásamt annars konar áhrifum, eins og fiskveiðum.