Key Findings 3

Loftslagsbreytingar eru að vera víðtækustu og mikilvægustu áhrifaþættir á líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins. Hins vegar hafa mengunarvaldar, skerðing kjörlenda, iðnþróun og ósjálfbærar veiðar áfram áhrif. Möguleiki er á að flókin víxlverkun milli loftslagsbreytinga og annarra þátta magni áhrif á líffræðilega fjölbreytni.

Lífsferill margra tegunda á norðurheimskautinu er samstilltur við komu vors og sumars svo þær geta nýtt toppa í árstíðabundnum sveiflum. Bráðnun íss og snævar, blómgun plantna og hryggleysingjar sem koma fram fyrr en vanalega geta orsakað misræmi milli tímasetningar æxlunar og aðgengis að fæðu. Til viðbótar hefur hækkun á hitastigi sjávar á sumum svæðum leitt til tilfærslu sjávardýrategunda til norðurs , eins og sumra fisktegunda og fæðutegunda þeirra. Þessar breytingar hafa verið nefndar til sögunnar vegna meiriháttar samdráttar í varpárangri sumra sjófugla og í stofnstærðum í kjölfarið.

Líffræðileg fjölbreytni norðurheimskautsins verður fyrir áhrifum frá þáttum utan heimskautsins, þ. á m. frá mengun sem berast langa leið um loft og vatn, breytingum á kjörlendum vegna breyttra farleiða og ágengum framandi tegundum. Vart hefur orðið aukinnar uppsöfnunar eiturefna í sumum undirtegundum hvítabjarna sem kann að vera afleiðing breytinga á mataræði vegna minnkandi hafíss. Rauðbrystingar eru mjög háðir fáum áningarstöðum og vetrardvalarstöðum sem gerir þá viðkvæma fyrir breytingum á kjörlendi utan norðurheimskautsins.