Key Findings 4

Síðan 1991 hefur stærð friðlanda á norðurheimskautinu aukist, en verndarsvæði í sjó standa hallari fæti.

Stærð þess hluta norðurheimskautsins sem er friðaður hefur tvöfaldast úr 5,6% í 10,8% frá 1991 til 2010. 3,5 milljónir km2 á 1.014 vernduðum svæðum eru friðaðir á misjafnan hátt. . Fjörutíu prósent þessara svæða hafa einhverja strandlengju en eins og stendur er ekki mögulegt að ákvarða að hve miklu leyti þau ná út til sjávar. Vegna hraðra loftslagsbreytinga og aukinna möguleika á margvíslegum áhrifum mannsins á norðurheimskautinu er sívaxandi þörf á að meta mikilvægi núverandi friðlanda. Í sjó , þar sem færri svæði eru vernduð, er aðkallandi að skilgreina og friða svæði sem standa undir mikilvægu lífríki.