Key Findings 6

Langtímaathuganir sem byggðar eru á bestu tiltæku hefðbundinni og vísindalegri þekkingu þarf til þess að skilgreina breytingar á líffræðilegri fjölbreytni, meta áhrif breytinga sem sjást og þróa áætlanir til aðlögunar.

Verulegra erfiðleika gætti við að útbúa þessa skýrslu vegna þess að flest ríki hafa ekki komið á fót vöktunaráætlunum á líffræðilegri fjölbreytni. Þar sem slíkar áætlanir eru til staðar eru þau gögn sem safnað er ekki sambærileg yfir allt heimskautsvæðið. Í nokkrum tilvikum þar sem samræmd vöktun á sér langa sögu (t.d. hvað varðar sjófugla) eru til áreiðanlega upplýsingar um stofnframvindu og verndaráætlanir sem eru byggðar á niðurstöðum vöktunar hafa verið árangursríkar. Við mat á loftslagsáhrifum norðurheimskautsins frá árinu 2005 var staðfest að vöktun myndi hjálpa stórlega við að sjá fyrir hættumerki með fyrra fallinu og þróa áætlanir til aðlögunar.

Þekking á líffræðilegri fjölbreytni og notkun hennar sem nær margar kynslóðir aftur í tímann er varðveitt í tungumálum norðurheimskautsins, en framtíð margra þeirra er óljós. Sautján tungumál á norðurheimskautinu hafa dáið út síðan á 19. öld og þar af ellefu eftir 1989, sem gefur til kynna að tungumálum fækki enn hraðar. Þegar tungumál deyr út glatast ekki aðeins menningararfur heldur einnig söguleg þekking á líffræðilegri fjölbreytni.

Vinnuhópur Norðurskautsráðsins um vernd lífríkis á norðurslóðum vinnur nú að því að innleiða Áætlun um vöktun á líffræðilegri fjölbreytni á norðurslóðum, sem felur í sér vísindalega og hefðbundna vistfræðiþekkingu og samræmda vöktun, til að taka á aðkallandi þörf fyrir vöktun.