Introduction
Inngangur
Attachments:
FileFile size
Access this URL (http://arcticbiodiversity.is/abt2010/images/stories/report/pdf/Introduction.pdf)Introduction.pdf1167 Kb
Janet Hohn, United States Dept. of the Interior, Fish and Wildlife Service, Anchorage, Alaska
Esko Jaakkola, Finnish Ministry of the Environment, Helsinki, Finland

Norðurheimskautið hefur að geyma gríðarmikla líffræðilega fjölbreytni, þar á meðal fjölmarga stofna sem eru mikilvægir á heimsvísu. Meðal þeirra eru meira en helmingur af vaðfuglategundum heims, 80% af gæsastofnum heimsins, nokkrar milljónir hreindýra  sem og fjölmargar einstakar spendýrategundir, til dæmis hvítabjörn. Meðan á  stuttum varptíma sumars stendur koma 279 fuglategundir frá fjarlægum löndum eins og Suður-Afríku, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Suður-Ameríku til að nýta sér  langa daga og  ákaflega ríkulegan   árstíma. Fjölmargar tegundir sjávarspendýra, þ. á m.  sandlægjur og hnúfubakar, vöðuselir og blöðruselir, flytjast einnig árlegum búferlum til norðurheimskautsins (1. mynd).

mynd1

Á síðustu árum hefur norðurheimskautið orðið fyrir  auknu álagi  og breytingum sem hafa haft í för með sér hvatningu til nýrra verka og nýja áhættuþætti , og þar eru loftslagsbreytingar fremstar í flokki. Síðustu hundrað ár hefur meðalhitastig norðurheimskautsins hækkað næstum tvöfalt hraðar en hitastig á heimsvísu. Síðustu 30 ár hefur lágmarksdreifing  árstíðabundins hafíss á norðurheimskautinu dregist saman um 45.000 km2 á ári. Umfang snjóhulu á norðurhveli jarðar hefur dregist saman þar eð bráðnar fyrr og frystir síðar og er viðbúið að sú framvinda haldi áfram. 

Þessar umfangsmiklu breytingar munu hafa meiriháttar áhrif á jafnvægi lífríkis á norðurheimskautinu. Sumar örustu vistfræðibreytingarnar sem tengjast hlýnun hafa átt sér stað í sjó og ferskvatni. Tegundir sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum eru þær sem hafa takmarkaða dreifingu eða hafa sérhæft fæðuval í tengslum við hafís . Önnur áhrif á líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins, sem spáð hefur verið vegna loftslagsbreytinga og annarra  orsakavalda á borð við iðnþróun og auðlindanýtingu, eru:

breytingar á dreifingu,útbreiðslu og fjölda tegunda (þ. á m. ágengar framandi tegundir) og kjörlendi einlendra tegunda norðurheimskautsins;

breytingar á erfðafræðilegri fjölbreytni; og

breytingar á háttum fartegunda.


mynd2

Hlýnun norðurheimskautsins, með mörgum og síauknum áhrifum á plöntur, dýr og kjörlendi þeirra, hefur aukið mikilvægi þess að skilgreina og afla aukinnar þekkingar um líffræðilega fjölbreytni og efla vöktun norðurheimskautsins. Mikilvægi þessa kom fram árið 2005 í Mati á loftslagsáhrifum norðurheimskautsins (Arctic Climate Impact Assessment, ACIA) en þar var mælt með að vöktun á líffræðilegri fjölbreytni norðurheimskautsins yrði útvíkkuð i og aukin. CAFF-vinnuhópurinn svaraði þessu kalli með innleiðingu á Áætlun um vöktun á líffræðilegri fjölbreytni á norðurslóðum (Circumpolar Biodiversity Monitoring Program, CBMP, www.cbmp.is).

mynd3

Í kjölfarið á upphafi CBMP var CAFF-vinnuhópurinn á einu máli um að nauðsynlegt væri að koma á samtengingu bestu tiltækrar vísindalegrar og þekkingar á líffræðilegri fjölbreytni norðurheimskautsins hefðbundinni vistfræðiþekkingu, fyrir stefnumótandi aðila og náttúruverndaraðila. Þetta frumkvæði, Mat á líffræðilegri fjölbreytni norðurheimskautsins (Arctic Biodiversity Assessment, ABA, www.caff.is/aba), var stutt af Norðurskautsráðinu árið 2006. Markmiðið með ABA er að koma á fót löngu tímabærri lýsingu á núverandi ástandi á vistkerfum norðurheimskautsins og líffræðilegri fjölbreytni þeirra , að skapa grunnþekkingu til samanburðar á heimsvísu og svæðisbundið og koma á fót grunni til upplýsingar og leiðbeiningar fyrirframtíðarvinnu Norðurskautsráðsins. Til viðbótar mun vinnan gefa nýjustu vísindalega og hefðbundna vistfræðilega þekkingu, benda á gloppur í gagnaskráningu, skilgreina helstu þætti sem valda breytingum og gefa stefnumarkandi ráð varðandi líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins. Það fyrsta sem verður afhent frá ABA er yfirlitsskýrslan Þróun í líffræðilegri fjölbreytni 2010: Valdir umhverfisvísar sem gefur bráðabirgðamat á stöðu og framvindu í líffræðilegri fjölbreytni norðurheimskautsins og byggist á því safni umhverfisvísa sem skilgreindir voru af CBMP.

 

Tuttugu og tveir vísar voru valdir fyrir skýrslu um þróun í líffræðilegri fjölbreytni norðurheimskautsins árið 2010, til að gefa örlitla mynd af þeirri framvindu sem greina má í líffræðilegri fjölbreytni norðurheimskautsins. Vísarnir voru valdir þannig að þeir næðu til helstu tegundahópa sem hafa mikla dreifingu í vistkerfum norðurheimskautsins. Hver kafli gefur yfirlit yfir stöðu og þróun ákveðins vísis, upplýsingar um álagsvalda og viðfangsefni framtíðarinnar.

 

ABA er svar Norðurskautsráðsins við þörf á vernd lífríkis á heimsvísu. Þótt miklar áhyggjur séu fyrir hendi varðandi framtíð náttúru norðurheimskautsins á það enn frekar við um líffræðilega fjölbreytni alls heimsins. Á ráðstefnu aðildarríkja samnings um líffræðilega fjölbreytni árið 2002 var sett það markmið „að hafa náð, eigi síðar en 2010, að draga á marktækan hátt úr rýrnun líffræðilegrar fjölbreytni á heims-, svæðis- og landsvísu, sem framlag til þess að draga úr fátækt og til framdráttar alls lífs á jörðu“. Í kjölfarið studdu Leiðtogafundur um sjálfbæra þróun (2002) og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna Markmið um líffræðilega fjölbreytni 2010. Bókað var á nýafstöðnum ráðherrafundi Norðurskautsráðsins að skýrslan Þróun í líffræðilegri fjölbreytni 2010 yrði framlag Norðurskautsráðsins til alþjóðlegs árs Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni árið 2010 og yrði á sama tíma framlag til þriðju skýrslu samningsins um líffræðilega fjölbreytni til að mæla hvernig miðaði í átt að markmiðinu um stöðvun á eyðingu líffræðilegrar fjölbreytni 2010.


Norðurheimskautið hefur að geyma gríðarmikla líffræðilega fjölbreytni, þar á meðal fjölmarga stofna sem eru mikilvægir á heimsvísu. Meðal þeirra eru meira en helmingur af vaðfuglategundum heims, 80% af gæsastofnum heimsins, nokkrar milljónir hreindýra  sem og fjölmargar einstakar spendýrategundir, til dæmis hvítabjörn. Meðan á  stuttum varptíma sumars stendur koma 279 fuglategundir frá fjarlægum löndum eins og Suður-Afríku, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Suður-Ameríku til að nýta sér  langa daga og  ákaflega ríkulegan   árstíma. Fjölmargar tegundir sjávarspendýra, þ. á m.  sandlægjur og hnúfubakar, vöðuselir og blöðruselir, flytjast einnig árlegum búferlum til norðurheimskautsins (1. mynd).