Attachments:
FileFile size
Access this URL (http://arcticbiodiversity.is/abt2010/images/stories/report/pdf/Emerging_issues_and_challenges.pdf)Emerging_issues_and_challenges.pdf111 Kb

Frá útgáfu skýrslunnar Plöntu- og dýraríki norðurheimskauts: Staða og verndun árið 2001 hafa orðið miklar breytingar á norðurheimskautssvæðinu. Þeirra greinilegust er sú að loftslagsbreytingar sem áhrifaþáttur hafa fengið mun meira vægi, á norðurheimskautinu sem og á heimsvísu. Áætlað er að hlýnandi loftslag á norðurheimskautinu orsaki margar umhverfisbreytingar, þ. á. m. bráðnun hafíss, aukið afrennsli og að lokum hækkun á yfirborði sjávar sem hefur gríðarleg áhrif á strandlengjur. Sumra þessa breytinga er þegar orðið vart. Hækkun hitastigs er þegar farin að hafa mikil áhrif á líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins. Meðal þeirra áhrifa eru tilfærsla suðrænna tegunda norður á bóginn, runnavöxtur og grænkun lands, breytt samsetning plantna og þar af leiðandi dýra, aukning á ágengum framandi fartegundum sem koma í stað innfæddra norðurskautstegunda og nýir sjúkdómar sem hafa komið fram. Til viðbótar eru breytingar á tímasetningu atburða (náttúrufarsfræði) þáttur sem getur leitt til misræmis í samspili umhverfisþátta. Af þessu leiðir að líffræðileg fjölbreytni sumra staða gæti verið í yfirvofandi útrýmingarhættu.Frá útgáfu skýrslunnar Plöntu- og dýraríki norðurheimskauts: Staða og verndun árið 2001 hafa orðið miklar breytingar á norðurheimskautssvæðinu. Þeirra greinilegust er sú að loftslagsbreytingar sem áhrifaþáttur hafa fengið mun meira vægi, á norðurheimskautinu sem og á heimsvísu. Áætlað er að hlýnandi loftslag á norðurheimskautinu orsaki margar umhverfisbreytingar, þ. á. m. bráðnun hafíss, aukið afrennsli og að lokum hækkun á yfirborði sjávar sem hefur gríðarleg áhrif á strandlengjur. Sumra þessa breytinga er þegar orðið vart. Hækkun hitastigs er þegar farin að hafa mikil áhrif á líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins. Meðal þeirra áhrifa eru tilfærsla suðrænna tegunda norður á bóginn, runnavöxtur og grænkun lands, breytt samsetning plantna og þar af leiðandi dýra, aukning á ágengum framandi fartegundum sem koma í stað innfæddra norðurskautstegunda og nýir sjúkdómar sem hafa komið fram. Til viðbótar eru breytingar á tímasetningu atburða (náttúrufarsfræði) þáttur sem getur leitt til misræmis í samspili umhverfisþátta. Af þessu leiðir að líffræðileg fjölbreytni sumra staða gæti verið í yfirvofandi útrýmingarhættu.

ABA_p15Þrátt fyrir að við höfum lært mikið síðan 2001 er mörgum spurningum enn ósvarað. Við vitum ekki nægilega mikið um áhrif loftslagsbreytinga á líffræðilega fjölbreytni, hvað þessar breytingar þýða fyrir staðbundið plöntu- og dýraríki og hvaða áhrif þær hafa á náttúrulegar auðlindir sem eru margar gríðarlega mikilvægar fyrir íbúana. Mat á loftslagsáhrifum norðurheimskautsins sýnir skýrt hinn almenna skort á upplýsingum um magnbundin áhrif loftslagsbreytinga á líffræðilega fjölbreytni. Ekki er nóg að sýna fram á að loftslagsbreytingar hafi í för með sér breytingar á hinu efnislega umhverfi. Beint eða óbeint lifa íbúar norðurheimskautsins af líffræðilegum afurðum lands, ferskvatns og sjávar í gegnum veiðar, fiskveiðar og landbúnað. Það er lífsnauðsynlegt að við getum greint breytingar og hvernig þær eru mismunandi eftir landfræðilegri legu, milli tegunda, stofna og líffræðilegra samfélaga. Við þurfum að skilja hinar flóknu víxlverkanir milli loftslags og tegundasamfélags norðurheimskautsins. Þrátt fyrir að þessar upplýsingar séu farnar að koma fram er öflun gagna um líffræðilega fjölbreytni enn eftirbátur líkanagerðar um loftslagsbreytingar og söfnunar upplýsinga um ólífrænt umhverfi.Þrátt fyrir að við höfum lært mikið síðan 2001 er mörgum spurningum enn ósvarað. Við vitum ekki nægilega mikið um áhrif loftslagsbreytinga á líffræðilega fjölbreytni, hvað þessar breytingar þýða fyrir staðbundið plöntu- og dýraríki og hvaða áhrif þær hafa á náttúrulegar auðlindir sem eru margar gríðarlega mikilvægar fyrir íbúana. Mat á loftslagsáhrifum norðurheimskautsins sýnir skýrt hinn almenna skort á upplýsingum um magnbundin áhrif loftslagsbreytinga á líffræðilega fjölbreytni. Ekki er nóg að sýna fram á að loftslagsbreytingar hafi í för með sér breytingar á hinu efnislega umhverfi. Beint eða óbeint lifa íbúar norðurheimskautsins af líffræðilegum afurðum lands, ferskvatns og sjávar í gegnum veiðar, fiskveiðar og landbúnað. Það er lífsnauðsynlegt að við getum greint breytingar og hvernig þær eru mismunandi eftir landfræðilegri legu, milli tegunda, stofna og líffræðilegra samfélaga. Við þurfum að skilja hinar flóknu víxlverkanir milli loftslags og tegundasamfélags norðurheimskautsins. Þrátt fyrir að þessar upplýsingar séu farnar að koma fram er öflun gagna um líffræðilega fjölbreytni enn eftirbátur líkanagerðar um loftslagsbreytingar og söfnunar upplýsinga um ólífrænt umhverfi.

Fjöldamargar áskoranir eru fyrirsjáanlegar hvað varðar líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins. Hlýnandi loftslag eykur líkur á þróun flutnings og auðlinda (þ.e. rannsóknir á olíu og gasi) sem gæti valdið aukinni mengun og truflun á líffræðilegri fjölbreytni norðurheimskautsins. Frekari þróun getur leitt til öðruvísi búsetumynsturs og breytinga á auðlindanýtingu. Minnkandi ísbreiður geta aukið fjölda þeirra svæða þar sem hægt er að stunda fiskveiðar og gert nýjar tegundir efnahagslega aðgengilegar og þar með skapað bæði tækifæri sem og áskoranir hvað varðar sjálfbæra notkun. Margar tegundir norðurheimskautsins ferðast langar vegalengdir um gervallan heim og verða því fyrir umhverfisbreytingum á ferðum sínum. Það hefur í för með sér að þær geta borið mengunarvalda aftur norður í líkama sínum. Vegna þess að þær ferðast bæði í gegnum norðurheimskautið og um svæði sem tilheyra ekki norðurheimskautinu er þörf á alþjóðlegri samvinnu sem nær út fyrir norðurheimskautið, svo hægt sé að stuðla að samstilltri og sjálfbærri verndun.Fjöldamargar áskoranir eru fyrirsjáanlegar hvað varðar líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins. Hlýnandi loftslag eykur líkur á þróun flutnings og auðlinda (þ.e. rannsóknir á olíu og gasi) sem gæti valdið aukinni mengun og truflun á líffræðilegri fjölbreytni norðurheimskautsins. Frekari þróun getur leitt til öðruvísi búsetumynsturs og breytinga á auðlindanýtingu. Minnkandi ísbreiður geta aukið fjölda þeirra svæða þar sem hægt er að stunda fiskveiðar og gert nýjar tegundir efnahagslega aðgengilegar og þar með skapað bæði tækifæri sem og áskoranir hvað varðar sjálfbæra notkun. Margar tegundir norðurheimskautsins ferðast langar vegalengdir um gervallan heim og verða því fyrir umhverfisbreytingum á ferðum sínum. Það hefur í för með sér að þær geta borið mengunarvalda aftur norður í líkama sínum. Vegna þess að þær ferðast bæði í gegnum norðurheimskautið og um svæði sem tilheyra ekki norðurheimskautinu er þörf á alþjóðlegri samvinnu sem nær út fyrir norðurheimskautið, svo hægt sé að stuðla að samstilltri og sjálfbærri verndun.

Eitt svar við auknum mannlegum áhrifum á norðurheimskautinu er afmörkun verndaðra svæða. Þrátt fyrir bætta stöðu eru núverandi vernduð svæði enn óviðunandi hvað varðar kjörlendi og vistkerfi. Til dæmis er það almennt viðurkennt að vernduð sjávarsvæði eru sérstaklega fágæt. Meira að segja vantar fulla yfirsýn yfir líffræðilega viðkvæm svæði í sjávarvistkerfi norðurheimskautsins, þ. á m. á úthöfum utan lögsögu ríkja. Hins vegar eru verndarsvæði aðeins ein hlið á verndun líffræðilegrar fjölbreytni þar sem loftslagsbreytingar kalla óhjákvæmilega á meiri athygli að almennum verndunarráðstöfunum vegna tilfærslna á dreifingu og nýrra tegunda í plöntu- og dýraríki.Eitt svar við auknum mannlegum áhrifum á norðurheimskautinu er afmörkun verndaðra svæða. Þrátt fyrir bætta stöðu eru núverandi vernduð svæði enn óviðunandi hvað varðar kjörlendi og vistkerfi. Til dæmis er það almennt viðurkennt að vernduð sjávarsvæði eru sérstaklega fágæt. Meira að segja vantar fulla yfirsýn yfir líffræðilega viðkvæm svæði í sjávarvistkerfi norðurheimskautsins, þ. á m. á úthöfum utan lögsögu ríkja. Hins vegar eru verndarsvæði aðeins ein hlið á verndun líffræðilegrar fjölbreytni þar sem loftslagsbreytingar kalla óhjákvæmilega á meiri athygli að almennum verndunarráðstöfunum vegna tilfærslna á dreifingu og nýrra tegunda í plöntu- og dýraríki.

Það krefst betri og meiri samræmdra upplýsinga um breytingar á líffræðilegri fjölbreytni að taka á þeim þrýstingi sem steðjar að líffræðilegri fjölbreytni norðurheimskautsins. Í gegnum Áætlun um vöktun á líffræðilegri fjölbreytni á norðurslóðum hefur CAFF sameinað fjölmörg gagnasöfn sem gefa til kynna breytingar á líffræðilegri fjölbreytni. Þessi áætlun er svar við hinum fjölmörgu áskorunum sem búist er við í kjölfar loftslagsbreytinga og breyttrar notkunar mannsins á svæðum norðurheimskautsins. Mikið magn upplýsinga er þegar til um líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins en áskorunin er sú að sameina þessar upplýsingar, til að greina og bera kennsl á skort á vöktun á svæðinu umhverfis norðurheimskautið og nota þær til að stuðla að betur upplýstum stefnumótandi ákvörðunum. Markmið áætlunarinnar er að ná til allra vistkerfa á öllum stigum, frá því erfðafræðilega til hins vistkerfislega og nota til þess nýjustu tækni sem og hefðbundna vistfræðilega þekkingu íbúa norðursins. Núverandi áskorun er að nota þau gögn sem til eru á betri og samræmdari hátt, bæta úr skorti á þekkingu og auka landfræðilegt gildissvið upplýsinga um norðurheimskautið til verndunar og sjálfbærni umhverfisins alls, sem og til hagsbóta fyrir stjórnendur, íbúa norðurheimskautsins, vísindin og heimsbyggðina alla.Það krefst betri og meiri samræmdra upplýsinga um breytingar á líffræðilegri fjölbreytni að taka á þeim þrýstingi sem steðjar að líffræðilegri fjölbreytni norðurheimskautsins. Í gegnum Áætlun um vöktun á líffræðilegri fjölbreytni á norðurslóðum hefur CAFF sameinað fjölmörg gagnasöfn sem gefa til kynna breytingar á líffræðilegri fjölbreytni. Þessi áætlun er svar við hinum fjölmörgu áskorunum sem búist er við í kjölfar loftslagsbreytinga og breyttrar notkunar mannsins á svæðum norðurheimskautsins. Mikið magn upplýsinga er þegar til um líffræðilega fjölbreytni norðurheimskautsins en áskorunin er sú að sameina þessar upplýsingar, til að greina og bera kennsl á skort á vöktun á svæðinu umhverfis norðurheimskautið og nota þær til að stuðla að betur upplýstum stefnumótandi ákvörðunum. Markmið áætlunarinnar er að ná til allra vistkerfa á öllum stigum, frá því erfðafræðilega til hins vistkerfislega og nota til þess nýjustu tækni sem og hefðbundna vistfræðilega þekkingu íbúa norðursins. Núverandi áskorun er að nota þau gögn sem til eru á betri og samræmdari hátt, bæta úr skorti á þekkingu og auka landfræðilegt gildissvið upplýsinga um norðurheimskautið til verndunar og sjálfbærni umhverfisins alls, sem og til hagsbóta fyrir stjórnendur, íbúa norðurheimskautsins, vísindin og heimsbyggðina alla.

isl2Viðurkenna þarf og bregðast við deyjandi staðbundinni þekkingu, eins og tungumálum norðurheimskautsins og hefðbundinni vistfræðilegri þekkingu. Loftslagsbreytingar og öll tengd mál, hvort sem þau eru af náttúrulegum toga eða af mannavöldum, er ný áskorun fyrir líffræðilega fjölbreytni og íbúa norðurheimskautsins. Að hlúa að umhverfinu er meiriháttar áskorun fyrir Norðurskautsráðið og alla aðra hagsmunaðila sem hafa áhuga á norðrinu. CAFF, sem er sá armur Norðurskautsráðsins sem fæst við líffræðilega fjölbreytni, stuðlar að því að leita að viðeigandi lausnum á þessum áskorunum.Viðurkenna þarf og bregðast við deyjandi staðbundinni þekkingu, eins og tungumálum norðurheimskautsins og hefðbundinni vistfræðilegri þekkingu. Loftslagsbreytingar og öll tengd mál, hvort sem þau eru af náttúrulegum toga eða af mannavöldum, er ný áskorun fyrir líffræðilega fjölbreytni og íbúa norðurheimskautsins. Að hlúa að umhverfinu er meiriháttar áskorun fyrir Norðurskautsráðið og alla aðra hagsmunaðila sem hafa áhuga á norðrinu. CAFF, sem er sá armur Norðurskautsráðsins sem fæst við líffræðilega fjölbreytni, stuðlar að því að leita að viðeigandi lausnum á þessum áskorunum.